Vörulýsing

Mótordrif, 208-240 V AC, til fjarkeyrslu á NZM2 og LZM2 aflrofum og N2 skilrofa. Hægt er að læsa drifinu í 0 stöðu með allt að þremur hengilásum.

Í byrjun þarf að handtjakka mótordrifið í "charged" stöðu. Til að keyra rofa í “ON” stöðu, skal standa “charged” í vinstri glugga mótordrifsins og “OFF” í þeim hægri.

Ýtið á I og mótordrifið keyrir rofann inn og í stað “charged” kemur “discharged” og rofinn er í "ON" stöðu. Um leið og rofinn er kominn í “ON” stöðu, hleður mótordrifið sig aftur og í stað “discharge” kemur aftur “charged” og mótordrfið því aftur tilbúið til innsetningar skyldi rofinn falla út.

Áríðandi: Rofi sem fer úr “ON” í “OFF” og aftur í “ON” má ekki fara aftur í “ON” fyrr en að 3 sekúndum liðnum, en það er sá tími sem mótordrifið þarf til að hlaða upp gormakraftinn að nýju. Ef rofi “trippar” skal fyrst keyra hann í “OFF” stöðu áður en hægt er að keyra hann aftur í “ON” stöðu.
Impersonating as ()