Firesafe

Vottaðar vörur til brunavarna

Reykjafell hefur hafið sölu á vönduðu brunavarnarefni frá Norska birgjanum Firesafe en þeir hafa rúmlega 40 ára reynslu í bransanum. Firesafe byrjuðu sem uppsetningaraðilar árið 1981 en fóru fljótlega að þróa eigin vörur og eru nú leiðandi í Evrópu hvað varðar gæði og vottanir, hér er því á ferðinni birgi sem þekkir mjög vel til fagsins.

Firesafe

Vottaðar vörur til brunavarna

Reykjafell hefur hafið sölu á vönduðu brunavarnarefni frá Norska birgjanum Firesafe en þeir hafa rúmlega 40 ára reynslu í bransanum. Firesafe byrjuðu sem uppsetningaraðilar árið 1981 en fóru fljótlega að þróa eigin vörur og eru nú leiðandi í Evrópu hvað varðar gæði og vottanir, hér er því á ferðinni birgi sem þekkir mjög vel til fagsins.

Brunaþéttirör úr PVC-U iht plasti

EN 61386-21 með steinullarpúða fyrir kald-reykþéttingu. Rörin eru hvít að lit með brunaþéttikraga að utanverðu röri sem þenst út hratt við 150°C og kremur rörið saman. Hægt er að færa annan kragann til og stilla af eftir þykkt veggjar og saga framan af rörinu til að ná rörinu í flútt við vegg eða gólf/loft. Býður uppá möguleikann að bæta inn köplum seinna með því að fjarlægja steinullarpúðann.

Vottað og prófað fyrir flokka EI 180 – EI 240

Brunainnlegg í dósir

Innleggið er úr graphítefni með sjálflímandi bakhlið og þenst út tífallt (1:10) við 200°C. Kemst auðveldlega á botninn í flestum dósum.

Vottað og prófað fyrir flokka EI 60 - EI 180

Nánar

Þenslubarki fyrir rör – Klippanlegur

Barkinn kemur á 18m langri rúllu og er úr graphítefni sem þenst út átjánfalt (1:18) við 180°C. Auðvelt að sníða til og nota sem brunaþéttingu meðfram rörum.

Vottað og prófað fyrir flokka EI 30 - EI 180

Nánar

Ferköntuð brunaþéttirör úr 1mm galvanhúðuðu stáli

Rörið er með svörtu ferhyrndu gúmmíloki í báðum endum fyrir kald-reykþéttingu. Það er púðurhúðað í rauðum lit með brunaþéttikraga að innanverðu sem þenst hratt út við 150°C og lokar rörinu. Hentar vel þar sem eru lagnir fyrir, sem þurfa á brunaþéttingu að halda, þar sem hægt er að opna rörið á langhliðinni.

Vottað og prófað fyrir flokka EI 45 – EI 120

Brunaþéttirör úr 1,5mm galvanhúðuðu stáli

Rörið er með steinullarpúða fyrir kald-reykþéttingu. Rörið er púðurhúðað í hvítum lit með brunaþéttikraga að innanverðu röri beggja vegna sem þenst hratt út við 150°C og lokar rörinu. Býður uppá möguleikann að bæta inn köplum seinna með því að fjarlægja steinullarpúðann.

Vottað og prófað fyrir flokka EI 60 og EI 120

Bruna-reykþéttiefni úr Akrýl – Hvítt

· Efnið þenst tvöfalt (1:2) út við 180°C

· Yfirborðsþurrt á 15 mín

· Fullþurrt á 24 klst miðað við 1mm þykkt

· Sveigjanleiki 12% 

· Samþykkt sem reykþétting samkvæmt EN 1634-3

Vottað og prófað fyrir flokka EI 30 - EI 240

Sjá vöru

Bruna-reykþéttiefni úr Graphít – Steingrátt

· Efnið þenst tuttugufalt (1:20) út við 180°C 

· Efnið er yfirborðsþurrt á 15 mín

· Fullþurrt á 1-24 klst 

· Sveigjanleiki 12% 

· Samþykkt sem reykþétting samkvæmt EN 1634-3

Vottað og prófað fyrir flokka EI 30 - EI 240

Sjá vöru

Eldvarnarkragi úr galvanhúðuðu stáli

Kraginn er húðaður að innanverðu með graphítefni sem þenst út átjánfalt (1:18) við 180°C og lokar honum að innan. Kraginn fæst í mörgum stærðum og er hugsaður til notkunar með plaströrum og börkum.

Vottað og prófað fyrir flokka EI 30 - EI 240

Impersonating as ()