Afgreiðsla Reykjafells í Reykjavík og á Akureyri er opin frá 08:00-17:00 alla virka daga.

Sendingakostnaður

Reykjafell býður viðskiptavinum upp á að fá vörurnar heimsendar á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri á opnunartíma útibúa. Ennfremur er hægt að fá vörur afhentar á öllum afgreiðslustöðum Póstsins, Flytjanda og Landflutninga.

Akstursgjald er 1.500kr á sendingu nema aðrir skilmálar gildi.

truck-01

Landsbyggðin

Allar pantanir á landsbyggðina eru sendar samdægurs sé pantað fyrir klukkan 14:00.
Akstursgjald er 1.500kr á sendingu nema aðrir skilmálar gildi.

Farið er á flutningastöðvar tvisvar sinnum á dag, klukkan 10:00 og 14:00.
Sé pantað fyrir klukkan 10:00 fer pöntunin með fyrri ferð á flutningastöðvar.
Pantanir sem berast milli klukkan 10:00 og 14:00 fara með seinni ferð á flutningastöðvar.
Annar flutningsmáti fer eftir samkomulagi.

Skil á vörum

Seljandi tekur ekki við vöru sem kaupandi vill skila nema um lagervöru sé að ræða og að skilin fari fram innan 30 daga frá afhendingu vörunnar. Ekki er um endurgreiðslu að ræða í slíkum tilvikum heldur fær kaupandi andvirði vörunnar inn á sinn útektarreikning.

Skilyrði fyrir því að seljandi taki á móti vörunni er að hún sé í sama ásigkomulagi og við afhendingu.

Kvartanir um galla á vöru skulu berast seljanda sem fyrst, helst skriflega og innan 10 daga frá afhendingu. Ef ástæður þess að vöru er skilað verða ekki raktar til mistaka seljanda og/eða galla á vörunni áskilur fyrirtækið sér rétt til að draga allan kostnað sem af þessu hlýst frá inneign kaupanda.

Almennir skilmálar við skil:
• Heimilt er að skila vöru gegn framvísun reiknings innan 30 daga frá kaupum.
• Varan skal vera heil og í óskemmdum, upprunalegum umbúðum.
• Niðurmældri vöru og ljósaperum fæst ekki skilað.
• Við skil á vöru er miðað við upprunalegt söluverð vörunnar á nótu.
• Endurgreiðsla vöru er EINGÖNGU inn á sama úttektarreikning og varan var tekin út á.
• Reykjafell áskilur sér rétt til að draga 15% af upprunalegu verði þegar vöru er skilað.

Sérpantaðri vöru fæst ekki skilað, hvort sem er hún er pöntuð munnlega, í gegnum síma, með netpósti eða eftir öðrum leiðum.

Farið er fram á 50% innborgun á sérpantaðar vörur áður en pantað er.