Reykjafell er framsækið og metnaðarfullt fyrirtæki sem býður upp á heildarlausnir á sviði raf- og lýsingarbúnaðar fyrir fagfólk og fyrirtæki í rafiðnaði.

Það felast fjölmörg tækifæri á vistvænni innviðum á Íslandi sem tengjast endurnýjanlegum orkugjöfum og orkuskiptum í samgöngum. Í þeirri vegferð hefur Reykjafell einsett sér að vera í fararbroddi með því að tryggja sínum viðskiptavinum sem og öðrum hagaðilum lausnir sem stuðla að sem hagkvæmustu notkun endurnýjanlegra orkugjafa á Íslandi.

Við tökum ábyrgð á umhverfismálum í allri virðiskeðjunni og kappkostum að bjóða uppá fjölbreytt vöruúrval þar með talið vörur sem eru síður skaðlegar fyrir umhverfi og heilsu. Það gerum við með því að:

  • Eiga samskipti við birgja sem vinna á skipulegan hátt að umhverfismálum og sem bjóða uppá vörur sem hægt er að nota í vistvottaðar byggingar.
  • Auðvelda viðskiptavinum að velja umhverfisvænni vörur.
  • Miðla af þekkingu okkar á umhverfismálum til viðskiptavina og annarra hagsmunaaðila um umhverfisáhrif raf- og lýsingarbúnaðar.
  • Bjóða vöruframboð sem stuðlar bættri orkunýtingu og orkuskiptum á Íslandi
Reykjafell-umhverfisstefna-vistvænar_vörur

 

Í daglegum rekstri vinnur Reykjafell að því fyrirbyggja möguleg umhverfisóhöpp og að minnka umhverfisáhrif fyrirtækisins. Áherslur í umhverfismálum snúa að því að minnka kolefnisspor fyrirtækisins, nýta rafrænar leiðir, flokka úrgang, meðhöndla heilsu og umhverfisskaðleg efni á ábyrgan hátt og stöðugt vinna að úrbótum í umhverfismálum.