Reykjafell er framsækið og metnaðarfullt fyrirtæki þar sem viðskiptavinurinn er í fyrirrúmi. Fyrirtækið býður upp á heildarlausnir á sviði raf- og lýsingabúnaðar til rafverktaka, rafvirkja, fagmanna og fyrirtækja.

Hjá okkur eru fjórar deildir; raflagnir, lýsing, iðnstýringar og afldreifing.
Í hverri deild eru sérfræðingar sem leggja allan sinn metnað í að veita rafvirkjum, arkitektum, raf- og lýsingahönnuðum og öðrum fagmönnum, tæknilega ráðgjöf um okkar vöru. Okkar markmið er að vera fyrsti valkostur þessara aðila og er fagleg, hröð og góð þjónusta okkar keppikefli á degi hverjum.

Fyrir okkur er rafiðnaðurinn ekki einungis starf heldur líka áhugamál sem við deilum með viðskiptavinum okkar. Margir þeirra hafa skipt við okkur árum og jafnvel áratugum saman og höfum við átt ánægjuleg
samskipti við þá í gegnum árin.

Hjá okkur starfa á fjórða tug starfsmanna og hefur fyrirtækið yfir að ráða 2.500 m2 húsnæði að Skipholti 35 þar sem er glæsileg sýningaraðstaða, auk lagers og skrifstofu. Auk þess rekur Reykjafell útibú á Akureyri.

Reykjafell ehf. var stofnað árið 1956 af Jóhanni Ólafssyni og var rekið af honum og síðar fjölskyldu hans allt til ársins 2005. Núverandi eigendur Reykjafells eru Ottó Eðvard Guðjónsson og Þorvaldur Guðmundsson.

Verið velkomin í Reykjafell!

Ottó Guðjónsson

Verkefnastjóri / Eigandi

575 6626
otto@reykjafell.is

Þórður Illugi Bjarnason

Framkvæmdastjóri

575 6617
thordur@reykjafell.is

Þorvaldur Guðmundsson

Verkefnastjóri / Eigandi

575 6611
valdi@reykjafell.is

Ómar Gíslason

Viðskipta- og verkefnastjóri

662 5078
omar@reykjafell.is

Fagmennskan í fyrirrúmi
Vörustjórar okkar, sölumenn og flestir lagermenn eru rafvirkjar og búa yfir mikilli þekkingu á efninu sem við bjóðum og veita ráðgjöf um vöruna. Auk þess starfa lýsingaráðgjafar hjá fyrirtækinu.
Flestir lykilstarfsmenn hafa starfað hjá okkur um langt skeið og hafa brennandi áhuga á því sem er að gerast í faginu. Við leggjum mikla áherslu á að vörustjórar okkar sæki fagsýningar og miðli þekkingu sinni til annarra sölumanna.

Kynningar
Í gegnum tíðina hefur Reykjafell staðið fyrir vel sóttum kynningum frá helstu birgjum fyrirtækisins. Þessar kynningar hafa ýmist verið haldnar hjá Reykjafelli eða hjá viðskiptavinum. Þá hafa heimsóknir nemenda verið fastur liður í starfseminni.

 

Stór lager
Við höfum yfir miklu lagerrými að ráða. Í flestum tilfellum eru þær vörur sem sóst er eftir til á lager. Við vitum að tíminn er peningar og það er fagmönnum nauðsynlegt að hafa greiðan aðgang að vörunni þegar á þarf að halda.

Sérpantanir
Ef svo ólíklega vill til að þú finnir ekki það sem þig vantar eða ert að leita að einhverju alveg sérstöku getum við sérpantað vörunar fyrir þig. Þú kemur ekki að tómum kofanum hjá okkur!

Fyrsta val rafverktakans
Reykjafell skiptir að jafnaði við um 100 birgja sem flestir eru staðsettir í Þýskalandi og á Norðurlöndunum, enda hefur það sýnt sig að vörur frá þessum löndum bera af er kemur að gæðum og öryggi.

Alls eru um 22.000 vörunúmer í boði hverju sinni og leggjum við áherslu á að bjóða bæði það nýjasta á þessu sviði sem og vörur sem hafa sannað gildi sitt í gegnum árin