Innihald tilboðs

Tilboðshafi skal fara vel yfir og sjá til þess að vöruinnihald tilboðs sé til samræmis við útboðsgögn og óskir sínar séu upplýsingar gefnar upp með samtali. Hafi tilboðshafi ekki gert athugasemdir við vörur í tilboði fyrir opnun þess skal líta svo á að um fullgilt tilboð sé að ræða og í samræmi við útboðsgögn.

Verðlag

Tilboð eru háð gengi dagsetningar þess, nema annað sé tekið sérstaklega fram í tilboðinu sjálfu.

Gildistími tilboða

Eru 2 mánuðir frá dagsetningu þess að undanskildu ál og koparverði. Að þeim tíma loknum skal endurskoða alla liði tilboðsins og endurreikna þá.

Ál/koparverð gilda í 1 mánuð frá dagsetningu tilboðs, nema annað sé tekið sérstaklega fram.

Verðútreikningar

Ef verðútreikningar tilboðs reynast rangir, áskilur Reykjafell h.f. sér rétt til leiðréttingar á tilboðsverðum frá dagsetningu tilboðs þar til sölumaður hefur gengið frá sölupöntun í samráði við viðskiptavin.

Panta vöru tímanlega fyrir verkþætti

Viðskiptavinir skulu sjá til þess tímanlega að panta vörur skyldi sú staða vera uppi að varan sé ekki til á lager þegar á að nota hana. Það er því á ábyrgð viðskiptavina að gera ráðstafanir tímanlega. Reykjafell ber ekki kostnað af hraðsendingum í þessum tilfellum heldur fellur sá kostnaður á viðskiptavin/verkkaupa.

Afhending vöru

Söluverð Reykjafells miðast við að varan sé afgreidd af lager fyrirtækisins í Reykjavík. Annar flutningskostnaður fellur á viðskiptavin ef ekki hafi verið um annað samið.

Athugasemdir vegna einstakra vörusendinga þurfa að hafa borist innan tveggja daga frá móttöku, að öðrum kosti verða þær ekki teknar til greina.

Seldar vinnustundir

Ef óskað er eftir vinnu af hálfu starfsmanns Reykjafells mun bókfærast á viðskiptavin vinnustundir skv. verðskrá Reykjafells.

Sérpöntunarvara

Sérpantaðri vöru fæst ekki skilað, hvort sem er hún er pöntuð munnlega, í gegnum síma, með netpósti eða eftir öðrum leiðum. Borga skal 50% fyrirfram vegna sérpöntunarvöru.

Skil á vörum

Seljandi tekur ekki við vöru sem kaupandi vill skila nema um lagervöru sé að ræða og að skilin fari fram innan 30 daga frá afhendingu vörunnar. Ekki er um endurgreiðslu að ræða í slíkum tilvikum heldur fær kaupandi andvirði vörunnar inn á sinn útektarreikning.

Skilyrði fyrir því að seljandi taki á móti vörunni er að hún sé í sama ásigkomulagi og við afhendingu.

Kvartanir um galla á vöru skulu berast seljanda sem fyrst, helst skriflega og innan 10 daga frá afhendingu. Ef ástæður þess að vöru er skilað verða ekki raktar til mistaka seljanda og/eða galla á vörunni áskilur fyrirtækið sér rétt til að draga allan kostnað sem af þessu hlýst frá inneign kaupanda.

Almennir skilmálar við skil:
• Heimilt er að skila vöru gegn framvísun reiknings innan 30 daga frá kaupum.
• Varan skal vera heil og í óskemmdum, upprunalegum umbúðum.
• Niðurmældri vöru og ljósaperum fæst ekki skilað.
• Við skil á vöru er miðað við upprunalegt söluverð vörunnar á nótu.
• Endurgreiðsla vöru er EINGÖNGU inn á sama úttektarreikning og varan var tekin út á.
• Reykjafell áskilur sér rétt til að draga 15% af upprunalegu verði þegar vöru er skilað.

Neytendaábyrgð

Sé endanotandi neytandi þ.e.a.s. viðskipti hans á vörum eru utan við atvinnustarfssemi þá er lögbundin 2ja ára ábyrgð á gallaðri vöru skv. neytendakauplögum og seljandinn ber ábyrgðina. Sé endanotandinn hinsvegar í atvinnustarfssemi þá gilda samningar/ábyrgðaskilmálar og að þeim slepptum ákvæði lausafjárkauplaga og lögbundin ábyrgð gæti verið tilfelli til mats. Í báðum þessum tilfellum er rafhlöður undanskildar og sjálfkrafa með 1 árs ábyrgð þar sem rafhlaða telst vera rekstrarvara.