Simes

Ítölsk gæða hönnun

Reykjafell gerði nýlega samkomulag um umboðssölu og markaðsstörf á Íslandi fyrir ítalska lampaframleiðandann SIMES. Með tilkomu SIMES getum við boðið upp á hágæða útilýsingu og aukið þjónustu okkar við lýsingarmarkaðinn enn frekar. SIMES er einn af risunum þegar kemur að hágæða útilýsingu og er í fremstu röð þegar kemur að hönnun og framleiðslu. SIMES vinnur náið með mörgum af þekktustu hönnunarhúsum og arkitektum heims og býður upp á framúrskarandi vörur.

Simes

Ítölsk gæða hönnun

Reykjafell gerði nýlega samkomulag um umboðssölu og markaðsstörf á Íslandi fyrir ítalska lampaframleiðandann SIMES. Með tilkomu SIMES getum við boðið upp á hágæða útilýsingu og aukið þjónustu okkar við lýsingarmarkaðinn enn frekar. SIMES er einn af risunum þegar kemur að hágæða útilýsingu og er í fremstu röð þegar kemur að hönnun og framleiðslu. SIMES vinnur náið með mörgum af þekktustu hönnunarhúsum og arkitektum heims og býður upp á framúrskarandi vörur.

Margverðlaunuð útilýsing

SIMES var stofnað af Cav. Egidio Botti árið 1973 og er staðsett í Franciacorta héraðinu á norður Ítalíu, landsvæði sem er þekkt fyrir hefðir og mikla þekkingu á málsmíði. Þessi bakgrunnur og reynsla sem hefur byggst upp frá stofnum SIMES hefur gert fyrirtækið að leiðandi framleiðanda á rakaþéttum búnaði.

Aðalsmerki allra SIMES vörulína eru mínímalísk form, fókus á smáatriðin, þægindi og gæði. Fyrirtækið hefur unnið til fjölda alþjóðlega hönnunarverðlauna.

SIMES er með umboðsaðila í yfir 60 löndum um allan heim sem hafa leitt af sér óteljandi verkefni á allar gerðir af húsnæðum, borgarrýmum, stígum og útivistarsvæðum.

SIMES leggur mikla áherslu á lausnir og aðgengileg verkfæri fyrir arkitekta og lýsingarhönnuði. Hægt er að nálgast öll skjöl og skrár á heimasíðu fyrirtækisins.

  • Pointer

    Pointer

    Pointer kastarinn er tilvalinn fyrir vegglýsingu og opin svæði þar sem sveigjanleika og skilvirkni er krafist. Fæst einnig með digital linsu.
    Sjá nánar

  • Tratto

    Tratto

    Tratto Wallwasher er stillanlegur kastari með jafnri RGBWW lýsingu og er fullkomin til að ná fram formi bygginga.
    Sjá nánar

  • Shift

    Shift

    Fjölskylda af ljósapollum í tveim hæðum með stillanlegum ljósgeisla.
    Sjá nánar

IP System®

IP System® frá Simes markar upphafið að nýrri kynslóð línulegra útiljósakerfa, sem ekki aðeins býður upp á fjölbreytta notkun heldur opnar fullt af möguleikum til nýsköpunar í lýsingarhönnun.

Með einstakri lausn er hægt að bjóða upp á brautir með línulegum ljósgjafa, kösturum og öðrum lausnum sem hingað til hafa ekki verið mögulegar. Nú er hægt að endurskapa sömu stemmingu utan- og innandyra. Allir lampar eru dimmanlegir.

Spilaðu myndbandið til að sjá nánar.

SIMES

Veggljós

SIMES býður upp á fjölda úrvals veggljósa, innfellda og utanáliggjandi. Klassísk hönnun, hágæða smíði og einungis bestu hráefni eru notuð við framleiðslu lampana. Sumir af virtustu arkitektum hafa komið að hönnun lampana sem hafa hlotið fjölda viðurkenninga um allan heim.

SIMES

Veggljós

SIMES býður upp á fjölda úrvals veggljósa, innfellda og utanáliggjandi. Klassísk hönnun, hágæða smíði og einungis bestu hráefni eru notuð við framleiðslu lampana. Sumir af virtustu arkitektum hafa komið að hönnun lampana sem hafa hlotið fjölda viðurkenninga um allan heim.

Skill Wood

Skill Wood eru einstök þrepaljós sem voru hönnuð og framleidd í samstarfi við hinn virta ítalska arkitekt Matteo Thun. Hönnun ljósanna einkennist af efnisvali þeirra, en Matteo notar að mestu teak við, en hann er þekktur sem „Konungur tíu þúsund skóga“ og er vinsælasta viðartegundin til notkunar í hágæða innréttingar, snekkjur og lúxusbifreiðar. Teak er eini viðurinn sem þenst ekki og springur í sólarljósi eða vætu. Skill Wood er með IP65 vatnsvörn og þolir mikið álagið, eins og fylgir íslenskri veðráttu.

Cool Square

Cool Square eru fallega hönnuð og mjög vönduð LED-veggljós. Ljósin eru með púðuráferð og koma í þremur litum. Þau eru tilvalin utandyra til að lýsa upp veggi og hennta einnig mjög vel í rými þar sem er mikil raki eins og heilsulindir eða sundlaugar. Cool Square eru með IP65 vatnsvörn.

Très Jolie

Très Jolie eru stílhrein og afar fáguð LED-veggljós. Þau eru með púðuráferð og eru fáanleg í þremur litum. Très Jolie gefa fallega og mjúka birtu og frumleg hönnun þeirra lætur lýta út fyrir að ljósin svífi yfir yfirborði veggjarins.

SIMES

Útikastarar

SIMES býður upp á fjölda úrvals kastara sem nýtast við öll svæði útilýsingar. Þegar það þarf að ná fram einkennum byggingar og lýsa upp listaverk og gangvegi. Hér fara saman gæði, ending og notagildi.

SIMES

Útikastarar

SIMES býður upp á fjölda úrvals kastara sem nýtast við öll svæði útilýsingar. Þegar það þarf að ná fram einkennum byggingar og lýsa upp listaverk og gangvegi. Hér fara saman gæði, ending og notagildi.

Pivot

Pivot kastararnir bjóða af sér góðan þokka og prýða vel öll vandaðri útisvæði. Þeim er hægt að beina í allar áttir og stilla nákvæmlega eins og þarf. Pivot má einnig festa á staura með þar til gerðum festingum. Pivot kastararnir eru með IP66 vatnvörn og hennta því fullkomnlega svæðum þar sem er mikill gróður og þörf á að vökva. Pivot eru anthracite gráir og eru fáanlegir með 4,7 eða 12 kraftmiklum LED-perum.

SIMES

Stauraljós

SIMES er með flottar lýsingalausnir fyrir almenningsgarða, gangvegi, bílastæði og listaverk. Fjöldi forma og lausna sem eiga það sameiginlegt að vera þægileg og hafa mikið notagildi.

SIMES

Stauraljós

SIMES er með flottar lýsingalausnir fyrir almenningsgarða, gangvegi, bílastæði og listaverk. Fjöldi forma og lausna sem eiga það sameiginlegt að vera þægileg og hafa mikið notagildi.

Stage

Stage frà Simes eru virkilega vönduð og stílhrein stauraljós.

Stage fást í nokkrum stærðum með mismunandi ljósstyrk, sem gerir þau að frábærum valkosti þegar kemur að því að lýsa upp svæði eins og almenningsgarða, göngugötur eða bílastæði.

SIMES

Loftljós

Þegar óskað er eftir vandaðri lausn og mikilli ending fyrir aðstæður eins og á Íslandi eru gæði og ending lykilatriði. SIMES hefur verið þekkt fyrir gæði, klassíska hönnun og ending.

SIMES

Loftljós

Þegar óskað er eftir vandaðri lausn og mikilli ending fyrir aðstæður eins og á Íslandi eru gæði og ending lykilatriði. SIMES hefur verið þekkt fyrir gæði, klassíska hönnun og ending.

Ceiling

Nútímaleg darklight lausn fyrir útisvæði þar sem lágmarks glýja og truflun fyrir umhverfið er krafa. Fæst í nokkrum stærðum og litum.

Impersonating as ()