Pepperl+Fuchs

Hágæða skynjarar af öllum gerðum

Pepperl+Fuchs var stofnað árið 1945 og þróaði nándarskynjara sem markaði upphaf þeirrar velgengni sem hefur veitt fyrirtækinu forystu í hönnun og þróun búnaðar til notkunar á sprengjuhættu svæðum (Ex zone) og skynjaratækni, með sérstakri áherslu á sérsniðnar lausnir fyrir viðskiptavini.

Pepperl+Fuchs

Hágæða skynjarar af öllum gerðum

Pepperl+Fuchs var stofnað árið 1945 og þróaði nándarskynjara sem markaði upphaf þeirrar velgengni sem hefur veitt fyrirtækinu forystu í hönnun og þróun búnaðar til notkunar á sprengjuhættu svæðum (Ex zone) og skynjaratækni, með sérstakri áherslu á sérsniðnar lausnir fyrir viðskiptavini.

Hágæða RFID búnaður í úrvali

Pepperl+Fuchs býður upp á alhliða RFID kerfi sem styðja við LF, HF og UHF tíðnisvið, sem gerir þau hentug fyrir fjölbreyttar þarfir í auðkenningu fyrir ýmsan iðnað.

Áreiðanleg auðkenning og rekjanleiki

Pepperl+Fuchs býður upp á sérsniðnar lausnir í RFID tækni fyrir krefjandi umhverfi (þar á meðal sprengifim svæði). Tæknin byggir á yfir 25 ára reynslu í RFID og tryggir áreiðanlega auðkenningu og rekjanleika.

Horfðu á myndbandið til að vita meira

Fyrsta flokks nándarskynjarar

Nándarskynjararnir frá Pepperl+Fuchs tryggja snertilausa og áreiðanlega skynjun málma í sjálfvirkum kerfum. Fyrirtækið býður einnig upp á sérsniðnar lausnir og nýtir áratuga reynslu sína til að vera ráðgefandi um hönnun og uppsetningu.

Ethernet-APL lausnir

Með Ethernet-APL lausnum sínum býður Pepperl+Fuchs upp á einfalda uppsetningu og samþættingu við þá innviði sem fyrir eru. Þetta auðveldar nútímavæðingu eldri kerfa án mikils kostnaðar og lágmarkar flækjustig.

Smelltu á hlekkinn til að sjá hvernig Ethernet-APL var innleitt hjá stórri endurvinnslu í Hollandi.

Öruggur og hraðvirkur gagnaflutningur

Ethernet-APL gerir notendum kleift að tengja mælitæki beint við stjórnkerfi með 10 Mbit/s hraða yfir tveggja víra kapal, sem tryggir hraðari og áreiðanlegri gagnaflutning, bæði í sprengifimum umhverfum jafnt sem öðrum.

Spilaðu myndbandið til að sjá nánar

  • Ljósnemar

    Ljósnemar

    Ljósnemarnir frá Pepperl+Fuchs bjóða upp á áreiðanlega greiningu hluta með háþróaðri ljóstækni, sem tryggir nákvæma og skilvirka sjálfvirkni fyrir ýmsan iðnað.

  • Sjónlausnir

    Sjónlausnir

    Með sveigjanlegum sjónlausnum fyrir margskonar iðnað býður Pepperl+Fuchs upp á sérsniðnar lausnir fyrir sjálfvirkni, sem stuðla að aukinni framleiðni og meiri gæðum.

  • Fjarlægðarskynjarar

    Fjarlægðarskynjarar

    Fjarlægðarskynjararnir frá Pepperl+Fuchs bjóða upp á áreiðanlega snertilausa fjarlægðarmælingu með millímetra nákvæmni, óháð lit, formi eða yfirborði hluta.

Grjóthörð snjalltæki fyrir krefjandi vinnuumhverfi

Pepperl+Fuchs bjóða upp á línu af snjalltækjum, þar á meðal eru Smart-Ex snjallsímarnir, sem eru hannaðir fyrir sprengifimt umhverfi og eru þ.a.l. virkilega harðgerðir og nýta sér bestu tækni sem er í boði. Þeir tryggja örugga samskiptatengingu með LTE, Wi-Fi og Bluetooth, sem eykur skilvirkni í krefjandi aðstæðum.

Stærsta útskiptanlega farsímarafhlaða í heimi

Smart-Ex símarnir eru með Android stýrikerfi, IP68 vatns- og rykvörn og útskiptanlega rafhlöðu með eintaklega langa endingu (4400 mAh).

Spilaðu myndbandið til að sjá nánar

Hárnákvæmir LiDAR skannar

R2300 serían nýtir Pulse Ranging Technology (PRT) til að tryggja nákvæmar mælingar með mikilli upplausn og stuttum viðbragðstíma, sem hentar vel fyrir krefjandi iðnaðarumhverfi.

Impersonating as ()