Eiginleikar

Tegund
Hitastrengur
Gerð
R-ETL-A
Málspenna
230 V
Afl við 5 °C
10 W/m (16 W/m í röri)
Vinnuhitastig (hámark)
65 °C
Hámarkslengd inn í röri
60 m
Hámarkslengd utan á röri
100 m
Beygjuradíus
≥10 mm
Stærð
8,5x5,8 mm
Litur
Svartur
Sölueining
1 m

Vörulýsing

Sjálfreglandi hitastrengur sem er til notkunar sem frostvörn utan á eða inn í  plast og málmrör. Strengurinn er lagður eftir endilöngu röri (ekki vafinn utan um það) og á láréttri lögn er hann hafður á neðsta fjórðungi rörsins (kl. 5 eða kl. 7) samt ekki neðst. Festa skal strenginn á rörin með límbandi GT-66 eða kapalböndum. Gott er að setja einangrun utan um rör og hitastreng að því loknu. Ráðlagt er að nota hitastilli eða rofa með hitastrengnum þrátt fyrir að hann sé sjálfreglandi. Hámarks stöðug hitamyndun er 65 °C. Sé hitastrengurinn settur inn í rör skal nota þar til gerðan nippil til að tryggja góða þéttingu. Ávallt skal nota 30 mA lekaliða og varbúnað með kennilínu C fyrir strenginn.

Í meðfylgjandi skjölum er að finna leiðbeiningar um val á varbúnaði og notkun.

Impersonating as ()