Eiginleikar

Tegund
Háspennuverkfæri
Gerð
Klippur
Hámarksþvermál strengs
85 mm
Rafhlaða
18 V Li-ion, 3,3 Ah
Hleðslutími
60 mín., full hleðsla
Hleðslutæki, LGL3
230 V AC
Lengd glussaslöngu
10 m
Þrýstingur
60 kN
Pressutími
21-40 sek
Jarðskautsteinn
Plasttaska
Þyngd
10 kg

KLAUKE ÖRYGGISKLIPPUR 85mm : ESSGG85L

Sölueining: 1 stk.1 stk.

Vörulýsing

Klippir bæði ál- og koparstrengi sem eru án stálbrynju (steel armour).
Klippa má sundur spennuhafandi strengi með allt að 60 kV hárri spennu og einleiðara með allt að 110 kV hárri spennu.

Stutt lýsing á virkni:  Opnum hnífi er komið fyrir utan um þann leiðara sem skal taka í sundur,  fara með töngina eins langt frá og slangan leyfir og í öryggt skjól. Skrúfa jarðleiðarann við töngina (sjá leiðbeiningar) og reka niður jarðskautið í vel leiðandi jarðveg. Þá má hefja klippun með gikk en um leið mun glussa skífumælir sýna þrýsting á glussa í slöngunni byggjast upp. Þegar þrýstingur fellur aftur niður hafa klippurnar farið í gegnum strenginn og tekið hann í sundur, við það ganga þær tilbaka líkt og í hefðbundinni kapalpressutöng og glussinn fer aftur í forðabúrið. Við þessa aðgerð mun vonandi ekki neitt skammhlaup hafa átt sér stað þar sem strengurinn var þá spennulaus en hafi hann verið með spennu eða rangur strengur tekinn í sundur mun skammhlaupið fara til jarðar gegnum jarðskautið en skemma að öllum líkindum hnífana og panta þarf nýja. En tengimaður var allan tímann öruggur. Þessar upplýsingar eru ekki leiðbeiningar heldur stutt útskýring á virkni. Lesið leiðbeiningar vel áður en verkfærið er notað.

Hægt er að fá tangir fyrir aðra sverleika:
ESSG65L fyrir allt að 65mm þvermáli strengja/leiðara
ESSG105L fyrir allt að 105mm þvermáli strengja/leiðara

Impersonating as ()