30 af 46

KLUKKUR.DIG.sólúr 2 VÍXL. 24h/7d:*SEL172 top2*

Vörunúmer: 4603720

SÓLÚR DIGITAL TVÆR RÁSIR

Sólúr með vikuvirkni, hægt er að stilla hvern dag vikunar á sérstakan máta.
56 minnisaðgerðir.
Í klukkunni er vinnustundateljari.
Sólúrið hagar sér þannig að það reiknar það út hvenær kvölds og morgna það
á að kveikja og slökkva samkvæmt GPS staðsetningu.
Ísland (Reykjavík) er hægt að velja beint í klukkunni eða setja ákveðna GPS punkta fyrir
aðrar
staðsetningar á landinu.
Einnig hægt að setja in PIN kóða til þess að koma í veg fyrir óþarfa fikt.
(ATH! ef PIN kóði glatast eða gleymist er ómögulegt að opna sólúrið aftur)

2x Víxlsnerta :  16A cos φ : 1  -  10A cos φ : 0,6  m.v. 250V
Stillanlegur tími : minnst 1mín (24klst gangverk / 7daga)
Stýrispenna : 230V AC
Breidd : 2 einingar = 36mm
Hægt að handstýra : on/off/auto
Varagangverk : 10ár lithium hleðslurafhlaða

Til þess að stilla staðsetningar á Íslandi annars staðar en í Reykjavík er farið í "COORDINAT" í stað "LOCATION", veljið með örvatökkum og staðfest með "OK". 
Veljið síðan hnitin með örvatökkunum fyrir þann stað sem er næstur notkunarstað,
eða enn nákvæmari hnit séu þau tiltæk. 
Að því loknu skal fara í "TIME ZONE" og velja það "0 oo" 
Athugið að til þess að velja vestur í "LONGITUDE" þarf að fara yfir núllstöðu þ.e.a.s. fara í mínus gráður.
Muna að taka af sumar-/ og vetrartímann en þar kemur upp "SU-WI EUROPE" ýtið einu sinni á vinstri örvatakkann og þá ætti að standa "NO SU/WI" á skjánum. 
Fyrir "stór" Reykjavíkurvæðið dugar að velja "LOCATION", fletta þar á "Island" og finna "REYKJAVIK", koma þá sjálfkrafa inn rétt hnit og tímabelti. 

Reykjavík                  N64 V-22
Stykkishólmur        N65 V-22
Ísafjörður                 N66 V-23
Akureyri                    N66 V-18
Egilsstaðir                 N65 V-14
Norðfjörður             N65 V-13
Höfn í Hornafirði    N64 V-15
Vík í Mýrdal              N63 V-19
Hella                           N63 V-21

SEL 172 top2