Vetrarhátíð 2019

Vetrarhátíð 2019

Vekjum athygli á þessu athyglisverða verki/viðburði sem að fram fer í tilefni af Vetrarhátíð 2019.

„Ljósin í glerhjúpi Hörpu mynda í sameiningu risavaxinn skjá með mjög lágri upplausn.
Hvernig getur skjár af þessu tagi gert upplifun fólks af borginni skemmtilegri?

Um 60 ólík svör við þeirri spurningu verða til sýnis utan á Hörpu á Vetrarhátíð: gagnvirk verk, tölvuleikir og myndbönd eftir listamenn frá fjöldamörgum löndum.

Vegfarendur eru hvattir til að kíkja við í strætó sem lagt verður framan við húsið með útsýni yfir hjúpinn.

Þar má hafa áhrif á skjáinn og fræðast um dagskrána sem er annars aðgengileg á tinymassive.io“

https://tinymassive.io/

https://www.facebook.com/events/2131324680512271/

https://www.reykjafell.is/verkefni/harpa-tonlistarhus/

Leave a Comment