Vírupphengdir Zumtobel Graft 140W Dali dimmanlegir LED lampar, með þröngum geisla til þess að ná meðalbirtu að lágmarki 200 lux á milli rekka.

Einnig eru notaðir ONLITE neyðarlýsingar ÚT-lampar frá Zumtobel.  Rakaþéttir lampar IP65 með búnað sem þolir frost allt niður að -30°C. 

Í þessu verkefni er það sérlega góð lausn að nota LED lampa, sem gefa strax fullan ljósstyrk og þar sem kuldinn lengir líftíma ljósgjafans og dregur ekki úr ljósmagninu.

Lýsingarráðgjöf: Jón Geir Birgisson

Verktaki: Rafögn ehf