Hvar get ég fengið yfirlit yfir mín viðskipti?

Þú getur haft samband við okkur í gegnum þetta form og beðið um reikningsyfirlit. Efst á forsíðu heimasíðunnar er svo hlekkur inn á þjónustuvefinn fyrir þá sem hafa aðgang að honum. Þeir sem hafa aðgangsorð inn á heimasíðuna geta séð hreyfingar inn á notendasvæðinu.

Get ég fengið vöruna senda til mín?

Hægt er að sjá fyrirkomulag flutningsmála með því að smella á hlekkinn hér að neðan.

Eru skólatilboð á verkfærum hjá Reykjafelli?

Reykjafell hefur ávallt tilboð fyrir iðnnema og eru þau birt á
heimasíðu okkar á sama tíma og skólaönn hefst.

Hannið þið raflagnir og setjið þær upp?

Reykjafell er eingöngu innflytjandi og söluaðili á raflagnaefni, raflagnahönnuðir og rafverktakar hanna raflagnir og setja þær upp.

Ég þarf að fá sérpantaða vöru, er það mikið mál?

Auðvelt er fá sérpantaða vöru, sé hún til hjá birgja og hún hentar í verkefnið þá pöntum við hana fyrir þig.

Getur Reykjafell útvegað sérsmíðaðan hlut ?

Reykjafell hefur komið að mörgum sérsmíðum í gegnum tíðina og við skoðum öll tilfelli með von um að við getum uppfyllt kröfur viðskiptavinarins í gæðum og verðum. Einnig hafa sumir okkar birgja tekið þátt í sérsmíði sbr. lýsingu í Háskólann í Reykjavík og Tónlistarhúsið Hörpu.

Ertu með fleiri spurningar?