Reykjafell býður viðskiptavinum sínum upp á reikningsviðskipti. Óskir þú eftir að komast í reikningsviðskipti þá vinsamlega fylltu út umsóknina hér að neðan. Mánaðarleg reikningsviðskipti eru háð því skilyrði að vöruúttektir eru á gjalddaga fyrsta dags næsta mánaðar eftir úttektarmánuð og eindagi er 10. dag sama mánaðar, nema að um annað sé sérstaklega samið. Eftir að umsókn hefur verið staðfest verður haft samband við viðkomandi innan þriggja daga. Skilyrði fyrir samþykki reikningsumsóknar er að viðkomandi sé ekki á vanskilaskrá hjá Creditinfo Ísland.

 

Samþykki vegna aðgangs að þjónustu á heimasíðu Reykjafells 
(Persónuverndarlög, General Data Protection Regulation)

 Um leið og þú sendir okkur umsókn þína um aðgang að þjónustuvef, vefverslun, fagmannaklúbbi Reykjafells eða að óska eftir reikningsviðskiptum gegnum gátt á heimasíðu Reykjafells, samþykkir þú um leið persónuverndarstefnu Reykjafells sem er að finna neðst á heimasíðu félagsins www.reykjafell.is

Allar umsóknir um ofangreindar þjónustur berast framkvæmdastjóra, gjaldkera og markaðsstjóra Reykjafells.  Verklagsreglur Reykjafells kveða á um að allar umsóknir eru skoðaðir og metnar, t.d. á www.creditinfo.is  til samræmis við verklagsreglur og persónuverndarstefnu Reykjafells.

Athugið að Reykjafell er ekki með greiðslugátt og því ekki hægt að sækja um aðgang að vefverslun sé viðkomandi að óska eftir eða sé nú þegar í viðskiptum með greiðsluskilmálana, staðgreitt eða kreditkort. 

Vefverslun er möguleg aðilum sem eru í reikningsviðskiptum.