09 október 2015

Þjónustuleiðir á vefnum

Við minnum á að með aðgangi að Reykjafellsvefnum geta viðskiptavinir pantað í vefverslun, skoðað reikninga og viðskiptasögu á þjónustuvef, notað netspjall til að aðstoða við vefverslun og aðra upplýsingagjöf auk þess að fá aðgang að ýmsum hagnýtum upplýsingum tengdum rafiðnaði.

Aðgangur að vefnum er eingöngu ætlaður fyrir þá sem starfa í rafiðnaði. Reykjafellsvefurinn er ekki smásöluvefur fyrir almenna neytendur. Við bendum almennum neytendum á að leita upplýsinga um rafbúnað hjá löggiltum rafvertökum.

Netspjallið fylgir nú aðgangi að vefnum. Netspjall er ný samskiptaleið inn í fyrirtækið sem getur í mörgum tilfellum reynst þægilegri og skilvirkari en t.d. símtal eða netpóstur. Þegar notandi skráir sig inn birtist netspjallið neðst til hægri.

Við hvetjum viðskiptavini sem og aðra sem starfa í rafiðnaði, eins og t.d. hönnuði, verkfræðinga o.f.l til að sækja um aðgang að Reykjafellsvefnum með því að smella hér.

Kær kveðja,

Reykjafell