12 júní 2015

Reykjafell kynnir ESPRO-einingakerfið

Samsetning töfluskápa hefur aldrei verið auðveldari!

Espro einingakerfið er ný lína einingatöfluskápa frá ABN Braun. Kerfið er afar einfalt og hagkvæmt í uppsetningu og hafa viðbrögð markaðarins verið framar björtustu vonum.

Sérstakur Espro hugbúnaður teiknar upp lausnina á augabragði með „drag and drop“ virkni og samsetningin er síðan leikur einn. Í haust mun Reykjafell halda Espro daga hátíðlega þar sem þetta nýja og spennandi kerfi verður kynnt nánar fyrir viðskiptavinum.

Greinagóðar upplýsingar á bakvið hvert vörunúmer hér á heimasíðu Reykjafells.