28 ágúst 2014

Led lampar

Reykjafell býður núna eingöngu LED lausnir í neyðarlýsingu frá LINERGY og þarf því að sérpanta lampa með flúrpípu hér eftir. Áfram verða þó til á lager hinir sívinsælu lampar frá Menvier; Vistral IP20 og Atlantic IP65 fyrir 8W flúrperu.


ECOLED - NL og ÚT lampi á vegg/loft IP20/IP65 fyrir lesfjarlægð 20m, standard núnaður.
STEP LED - NL og ÚT lampi á vegg/loft IP20 með lesfjarlægð 26m, standard og auto test.
CRISTAL LED - NL lampi á vegg/loft IP65, fyrir meiri lofthæð, gefur 800 lumen, auto test.
VIALED - NL lampi innfelldur IP20, hringlaga. Flóttalýsing eða svæðislýsing, auto test.
LYRA EVO - ÚT lampi á vegg/loft/innfelldur, IP20 með lesfjarlægð 32m, standard og auto test.

Einnig fást núna RZB glerkúplarnir vinsælu á vegg/loft IP43/44 með LED ljósgjafa:

RZB Flat Basic 300M 9W 3000K 545 lumen, sem gefur álíka birtu og 18W TC-DEL kúpull.
RZB Flat Basic 370M 13W 3000K 980 lumen, sem gefur álíka birtu og 26W TC-DEL kúpull.
Þessi stærri LED kúpull Ø370mm er dimmanlegur bæði með glóperudimmi og þrýstirofadimmi.