24 ágúst 2015

Heimasíða uppfærð - Netspjall

Heimasíða Reykjafells skartar nú nýrri ásýnd, ásamt ýmsum nýjungum. Það er einlæg von okkar að þessi breyting skili sér til viðskiptavina okkar í formi framúrskarandi þjónustusíðu sem er skilvirkari en áður jafnt í tölvum sem snjalltækjum.

Gagnvirkni hefur verið bætt og skilar nú meira lífi og hreyfanleika þegar vafrað er um síðuna. Vefverslun hefur jafnframt fengið upplyftingu sem miðar einkum að því að ferlið við að tína í körfu er orðið einfaldara. 

Okkur er mikið í mun að aðgengi að sölumönnum okkar sé gott og í því skyni kynnum við nú nýja leið til að ná beinu sambandi í gegnum svokallað ,,vefspjall“. Vefspjallið er í raun sáraeinfalt og opnar á öðruvísi nálgun í að komast í beint samband við ákveðinn sölumann eða aðra starfsmenn Reykjafells.

Við hvetjum viðskiptavini til að nota vefinn í þeirri viðleitni að auka þægindi og árangur í ánægjulegu samstarfi okkar.

Með kærri kveðju

Reykjafell