21 september 2017

Boð á kynningu; Performance In Lighting & Linergy!

Þér og starfsmönnum þínum er hér með boðið á kynningu og fræðslu á vörum frá fyrirtækjunum Performance in Lighting og Linergy.

Performance in Lighting: Fyrirtækin SBP, Prisma og Spitler hafa sameinast. Performance in Lighting mun kynna hið nýja sameinaða fyrirtæki og nýjustu LED lausnir bæði í inni-og útilýsingu. 

Linergy: Sérhæfa sig í neyðarlýsingabúnaði og ætla að kynna fyrir okkur það nýjasta ásamt því að fara sérstaklega yfir miðlæg neyðarlýsingakerfi. Einnig verður farið yfir helstu hugtök og skilgreiningar í neyðarlýsingu skv. EN1838.

Kynning og fræðsla verður haldin í þingsal á Icelandair Hótel Natura þann 4. október næstkomandi klukkan 08:30-12:00. Léttar veitingar í boði Reykjafells.

Athugið: Takmarkað sætaframboð! 
Skráning fer fram hér; Skráning