07 janúar 2015

Auglýsingaherferð

Reykjafell hefur gert auglýsingasamning við Morgunblaðið um að birta auglýsingar með reglulegu millibili á árinu 2015. Í auglýsingunum verða neytendur sérstaklega minntir á að leita ráðgjafar og upplýsinga hjá löggiltum rafvertökum, verkfræðingum, lýsingahönnuðum og arkitektum. Enn fremur verða neytendur minntir á að gæta fyllsta öryggis sem verður aðeins mætt með því að láta fagmenn í rafiðnaði hanna, tengja og ganga frá rafmagni. Aðeins faglærðir rafiðnaðarmenn geta tryggt rétta meðhöndlun, endingu og ábyrgð. Það er hagur okkar sem starfa í rafiðnaði að standa vörð um atvinnugreinina og stuðla þannig að framgangi hennar til framtíðar.