ÚA

ÚA

Verkefni : Útgerðafélag Akureyrar, ÚA

Samstarf : Hönnun var unnin af Raftákni, framkvæmd var í höndum Rafeyrar, ráðgjöf og afhending raflagnaefnis veitti Reykjafell.

Almenn lýsing : Zumtobel Craft (Art. 42183029) er öflugur Dali dimmanlegur LED lampi, sem hlaut IF hönnunarverðlaunin 2011. Fyrir þetta verkefni var valin sértök tegund af Zumtobel Craft. Lampinn hentar sérstaklega vel fyrir matvælaframleiðslu og hefur hann hlotið FI vottun (food industry). Hönnun lampans veitir loftstreymi í gegnum sig sem kælir um leið íhluti lampans, eykur þannig líftíma, og minnkar um leið mögulega óhreinindasöfnun.

Helstu tækniupplýsingar:
Hitastig litar 6500 K
Ljósstreymi 13.000 lm
Nýtni 139 lm/W
Þéttleiki IP65
Lífími 50.000 klst L90 við +50°C
Umhverfishiti -40°C…+50°C

Aðrir birgjar í verkefninu : Varbúnaður og Smartwire einingar frá Eaton, Kapalstigar og lagnaleiðir frá MP Bolagen, strengir og víring frá Helukabel og tengidósir frá Spelsberg.

Umsagnir:
Elmar Arnarsson lýsingahönnuður hjá Raftákni: „Afskaplega nettur, léttur og fallegur, arkitekt samþykkti hann um leið. Mjög góð dreifing lampans varð til þess að nota þurfti færri lampa en miðaða við lausnir frá samkeppnisaðilum“.

Eiríkur Vignir Kristvinsson hjá Rafeyri: „ljósin komu mér þægilega á óvart, einföld í uppsettningu, ljósdreyfing og birta stórgóð. Valið stóð á milli helmingi stærri og þyngri ljósa, samanburðurinn varð Reykjafellsljósinu í hag.“