Isavia – Orkustöðvar

Isavia – Orkustöðvar

Aukinn ferðamannastraumur til Íslands hefur kallað á auknar fjárfestingar við mannvirki Keflavíkurflugvallar. Þetta hefur meðal annars falið í sér að bæta við aðkomuhliðum fyrir flugvélar. Farin var sú leið að notast við svokölluð fjarstæði sem eru staðsett stuttan spöl frá flugstöðinni. Fjarstæðin eru notuð þegar öll önnur hlið eru í notkun. Þá koma flugvélar þar að og farþegar eru fluttir með farþegarútum að flugstöðinni. Reykjafell kom að því að útvega lausn sem fólst í (GPU, Ground Power Unit) eða svokallaðar orkustöðvar sem sjá flugvélum fyrir þeirri orku sem þær þurfa á meðan þær eru á jörðu niðri. Með framkvæmdinni fékkst umtalsverð afkastaukning á háannatíma með lágmarksfjárfestingarkostnaði.