Harpa Tónleikahús

Harpa Tónleikahús

Þann 20. ágúst 2011 var kveikt á glerhjúp tónlistarhússins Hörpu að viðstöddum um 100.000 gestum Menningarnætur Reykjavíkur. Lýsingin er hluti af listaverki Ólafs Elíassonar sem umlykur Hörpuna. Óhætt er að segja að aldrei í sögu þjóðarinnar hafi fleiri fylgst með því þegar lýsing af þessu tagi er frumsýnd. Hjúpurinn er lýstur upp með 714 RGB LED lömpum, hannaðir og framleiddir af Zumtobel í Austurríki. Glerhjúpur Hörpu er eitt stærsta einstaka LED verkefni á Íslandi til þessa.

LED lömpum Hörpunnar er stýrt með afar öflugri tölvu sem gefur DMX merki í hvern einasta lampa. Hver lampi er einungis 12W og er fær um að lýsa í öllum litum litrófsins. Í raun er glerhjúpur Hörpunnar fær um að sýna einfaldar hreyfimyndir sem hægt er að setja inn í stjórntölvu lampanna.

Það er alfarið á höndum Ólafs Elíassonar að ákveða hvaða „myndir“ eða hreyfingar birtast á hjúpnum. Birtingarmyndum lýsingarinnar er breytt reglulega og er í gangi öll kvöld. Lýsingin ræsist og fer í gang í þann mund sem sól snertir sjávarflötinn og gengur frameftir nóttu.

Rafholt sá um uppsetningu og vistfangaforritun lampanna. Zumtobel sá um að forrita eftir óskum listamannsins.

Products Used in Harpa Tónleikahús