Gagnaver Advania

Gagnaver Advania

Á fyrri hluta ársins 2014 var gagnaver Advania reist á Reykjanesi. Verkfræðistofa Jóhanns Indriða sá um hönnun og útfærslu verkefnisins. Snemma í hönnunarferlinu var ljóst að spennufæðing tölvubúnaðar væri best leyst með skinnustokkum. Með notkun skinnustokka frá Eaton og kapalstigaefnis frá MP-Bolagen náðist samspil sem myndar hagkvæma og snyrtilega lausn. Kapalstigalögnin er ekki einungis að bera aðkomandi strengi heldur virkar líka sem uppfesting fyrir skinnustokkana. Skinnustokkar eru álitlegur kostur fyrir verkefni eins og gagnaver, verksmiðjur og verkstæði þar sem fjölbreytileikinn við rekstur er til staðar bæði hvað varðar einfaldleika, stækkanir og breytingar á staðsetningu búnaðar.

Rekstraöryggi er einn af meginþáttunum sem taka þarf á við hönnun gagnavers. Með því að nota hraðabreyta frá LSIS er ítrustu kröfum um rekstraröryggi og orkusparnað náð. LSIS hraðabreytar hafa sannað gildi sitt hér á landi sem annars staðar fyrir gæði og áreiðanleika.

Annar ómissandi þáttur í svona rekstri er að fylgjast með gæðum raforkunar. Til að tryggja þennan þátt voru mælastöðvar frá Janitza settar upp en þær eru notaðar í gagnaverum um allan heim og er Janitza leiðandi framleiðandi í búnaði til mælingar á orku og orkugæðum hvort sem er að ræða skrifstofur, hótel, iðnað eða gagnaver.

Utan á húsið voru settir upp SBP Guell LED kastarar en innandyra lýsa Glamox GIR iðnaðarlampar upp salinn.