Fosshótel Höfðatorg

Fosshótel Höfðatorg

Við Höfðatorg í Reykjavík er stærsta hótel landsins. Hótelið er á 19. hæðum, þar af bíla­kjall­ari á þrem­ur hæðum. Alls er byggingin 17 þúsund fermetrar og á hótelinu eru 320 herbergi þar af 7. svít­ur á 16. Hæðinni. Svíturnar eru mis­mun­andi af stærð, þær stærstu 65-69 fm.

Verkefnið var mjög umfangsmikið og kláraðist á átján mánuðum og gistu fyrstu hótelgestirnir í byrjun júní 2015. Samkvæmt framkvæmdarstjóra hótelsins var þörf á hóteli í þessum klassa og verðflokki í Reykjavík. Hótelið er hugsað meira fyrir fjölskyldur og stærri hópa. Eins eru sam­tengd her­bergi á hót­el­inu sem eru ætluð fyr­ir fjöl­skyld­ur og vina­hópa.

Skrifað var undir samning um að hefja framkvæmdir á Fosshóteli í júlí 2013 og fékk Eykt byggingarleyfi á lóðinni í ágúst sama ár. Kostnaður við bygg­ingu hót­els­ins nem­ur um átta millj­örðum og er það í sam­ræmi við samninginn sem skrifað var und­ir 2013. Rafvertaki er Rafís ehf en þeir voru jafnframt rafvertaki fyrir Turninn á Höfðatorgi.

Reykjafell fékk það ánægjulega verkefni að útvega megnið af raflögnum og lýsingu sem fór í þessa gríðarstóru byggingu. Þetta innifelur allt innlagnaefni, stýringar, töflubúnað, strengi og margt fleira. Það eru einmitt svona verkefni sem okkur í Reykjafelli finnst skemmtilegt að leysa því við vitum að við búum yfir þeim sveigjanleika og viðbragðsflýti sem þarf til að klára verkefni af þessari stærðargráðu á áætlun. Það er ekki síst vegna þessarar þjónustugetu sem Reykjafell var valið í verkið.