Bauhaus

Bauhaus

Árið 2008 reis 21.000 fermetra verslunarhúsnæði Bauhaus við Vesturlandsveg. Reykjafell útvegaði kapalstigalagnir í verkefnið frá sænska framleiðandanum MP-Bolagen. Reykjafell hafði áður útvegað kapalstigalagnir í Kauptún (IKEA) og Korputorg sem voru samsvarandi byggingar. Rafmiðlun sá um uppsetningu stiganna í þessi þrjú gríðarmiklu verslunarhús og líkaði hönnun stiganna sem eru mjög einfaldir í uppsetningu sem sparar bæði tíma og fyrirhöfn.