Eiginleikar

Tegund
Lekaliðasjálfvar
Gerð
AC
Kennilína
B
Fjöldi póla
1P+N
Málspenna
230 V AC
Málstraumur
13 A
Lekastraumur
30 mA
Skammhlaupsþol
10 kA
Hersla
2-2,4 Nm
Varnarflokkur
IP20
Umhverfishitastig
-25 °C - +40 °C
Stærð (HxBxD)
80x35x70 mm

Vörulýsing

Lekaliðasjálfvar, B13 A, 30 mA AC.

Þann 13. október 2020 tók í gildi breyting á 7. mgr. reglugerðarinnar sem bannar notkun á jarðlekarofum og jarðlekavarrofum af AC-gerð í ákveðnum tilfellum og skulu þeir ekki notast við almennar ljósa- og tenglagreinar. Ástæðan er sú að AC-liðarnir sem eiga að slá út við 30 mA lekastraum voru ekki að slá út fyrr en í og við 120 mA í sumum tilfellum sökum þess álags sem við þá var tengt. Álagið sem orsakaði þetta var t.d. rafeindabúnaður á við LED lýsingabúnað, rafeindadimmar, tíðnibreytar og önnur elektrónísk raftæki sem sköpuðu óhreint net og AC-liðarnir skynjuðu það ekki vel. Því skal frá og með 13. október, með smá aðlögunartíma sem er liðinn, notast við jarðlekabúnað af A-gerð sem henta betur.

Nú það þýðir samt ekki að AC-liðarnir séu með öllu bannaðir,  þeir eru t.d. hentugir í álag sem er mikið til hreint viðnámsálag sbr. vinnutöflur, rafhitaofna, hitatúbur, bakarofna, hitaelement, vinnutengla o.fl.  í raun þar sem almenningur hefur ekki aðgang að tenglum eða búnaður við hann hefur ekki bjagandi áhrif á sínusbylgjuna.

Impersonating as ()