Jólagjöf og hátíðarkveðjur

Jólagjöf og hátíðarkveðjur

Fyrir hönd allra rafiðnaðarmanna á Íslandi gaf Reykjafell ellefu rafiðnaðardeildum landsins jólagjöf.

Í ár var jólagjöfin inneign að upphæð 100.00,-kr., fyrir hverja rafiðnaðardeild, til kaupa á þeim búnaði og efni sem vantar til að efla menntun í okkar fagi.

Með gjöfinni óskum við öllum nemendum og fagkennurum í Iðnskólanum í Hafnarfirði, FB, FSU, FVA, FSS, VMA, FNV, VA, MISA, Tækniskólans og Rafiðnaðarskólans gleðilegra jóla og farsældar á komandi námsári.
Reykjafell óskar þér og þínum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. 
Þökkum ánægjulega samvinnu og samstarf á árinu sem er að líða.

Leave a Comment