Fréttir og viðburðir

Eaton tekur afstöðu með umhverfinu

Það felast fjölmörg tækifæri á vistvænni innviðum á Íslandi sem tengjast endurnýjanlegum orkugjöfum og orkuskiptum. Í þeirri vegferð hefur Reykjafell einsett sér að vera í fararbroddi með því að tryggja…

Það felast fjölmörg tækifæri á vistvænni innviðum á Íslandi sem tengjast endurnýjanlegum orkugjöfum og orkuskiptum. Í þeirri vegferð hefur Reykjafell einsett sér að vera í fararbroddi með því að tryggja sínum viðskiptavinum sem og öðrum hagaðilum lausnir sem stuðla að sem hagkvæmastri notkun endurnýjanlegra orkugjafa á Íslandi. Við tökum ábyrgð á umhverfismálum í allri virðiskeðjunni og kappkostum að bjóða uppá fjölbreytt vöruúrval, þar með talið vörur sem eru síður skaðlegar fyrir umhverfi og heilsu.

Eaton, sem er einn af okkar stærstu birgjum, mótar stefnur sínar á þeirri trú að velgengni sé ekki aðeins mæld í fjárhagslegum hagnaði og að einn mikilvægasti mælikvarði velgengni séu áhrif fyrirtækja á umhverfi sitt og samfélagið sem þau geta ekki án verið.

Sjálfbærni og samfélagsleg ábyrgð er risavaxinn hluti af Eaton og hefur fyrirtækið fjárfest yfir 72 miljörðum í þróun á umhverfisvænni framleiðslu og bættri nýtingu orkugjafa. Þannig nýtir Eaton forystu sína til að flýta fyrir umbreytingum á heimsvísu í endurnýjanlegri orku og þróa öruggar, áreiðanlegar og skilvirkar orkustjórnunarlausnir fyrir viðskiptavini sína.

Markmið Eaton til ársins 2030 fela í sér:

  • Draga úr kolefnislosun starfsemi um 50%
  • Þróa framsæknar og sjálfbærar tæknilausnir til að draga úr losun í vöru- og dreifikeðju fyrirtækisins um 15%
  • Vottun að 10% verksmiðja sinna losi engan vökva (ZLD)
  • Vottun að 100% verksmiðja sinna færi engan úrgang til urðunar

Eaton hefur einnig gert það að markmiði sínu að auka enn frekar gagnsæi ferla er snerta framþróun fyrirtækisins í átt að markmiðum sínum sem snerta umhverfislega og félagslega þætti og stjórnarhætti (UFS). Önnur lykilmarkmið eru að auka öryggi starfsfólks, auka þátttöku þess innan fyrirtækisins og aðstoða það við að vaxa í starfi.

Nánar um umhverfisstefnu Eaton

Fyrirtæki ársins 2021

VR veitti Reykjafelli á dögunum verðlaunin „Fyrirtæki ársins“ 2021. Reykjafell hlaut verðlaun í flokki meðalstórra fyrirtækja ásamt Hringdu, Hvíta húsinu, Miðlun, Tengi og Toyota. Við erum auðmjúk og ánægð með…

VR veitti Reykjafelli á dögunum verðlaunin „Fyrirtæki ársins“ 2021. Reykjafell hlaut verðlaun í flokki meðalstórra fyrirtækja ásamt Hringdu, Hvíta húsinu, Miðlun, Tengi og Toyota. Við erum auðmjúk og ánægð með þessa viðurkenningu og óskum öðrum fyrirtækjum sem unnu til verðlauna til hamingju.

Tecton brautir – Netkynning 5. maí

Reykjafell býður til netkynningar á Tecton brautarkerfinu frá Zumtobel þann 5. maí næstkomandi. Endalausir möguleikar og fljótlegt í uppsetningu fyrir iðnað, lagerhúsnæði, verslunarrými og jafnvel skrifstofur. Verið velkomin að skrá…

Reykjafell býður til netkynningar á Tecton brautarkerfinu frá Zumtobel þann 5. maí næstkomandi. Endalausir möguleikar og fljótlegt í uppsetningu fyrir iðnað, lagerhúsnæði, verslunarrými og jafnvel skrifstofur.

Verið velkomin að skrá ykkur með að smella hér

Karfan er tóm