Fréttir og viðburðir

BTK Tölvulagnir í nýjar höfuðstöðvar CCP

Nýverið fékk Rafholt vottun á vinnu sína við uppsetningu á Cat 6A tölvulagnakerfi í nýjum höfuðstöðvum CCP í Vatnsmýri. Framleiðandinn BKT Elektroniks vottaði verkið og veitti 25 ára framleiðsluábyrgð. Verkið…

Nýverið fékk Rafholt vottun á vinnu sína við uppsetningu á Cat 6A tölvulagnakerfi í nýjum höfuðstöðvum CCP í Vatnsmýri. Framleiðandinn BKT Elektroniks vottaði verkið og veitti 25 ára framleiðsluábyrgð.
Verkið var nokkuð umfangsmikið eða um 3.000 tengiendar tengdir og rúmlega 80km adregnir í bygginguna.
Óskum öllum sem komu að verkinu til lukku!

Gleðilega páska!

Við óskum viðskiptavinum okkar gleðilegrar hátíðar og minnum á að ferðast aðeins innanhúss yfir páskana. Elli Rafvirki verður á vaktinni, ferðast innanhúss og tekur til pantanir. Það er alltaf mikið…

Við óskum viðskiptavinum okkar gleðilegrar hátíðar og minnum á að ferðast aðeins innanhúss yfir páskana.

Elli Rafvirki verður á vaktinni, ferðast innanhúss og tekur til pantanir. Það er alltaf mikið að gera hjá honum… oftast allavega 😄

Alltaf opið á reykjafell.is – Sendum frítt til rafvertaka og fyrirtækja í rafiðnaði um land allt.

Opnunartímar yfir páskana:
9. apríl – Skírdagur – LOKAÐ
10. apríl – Föstudagurinn langi – LOKAÐ
13. apríl – Annar í páskum – LOKAÐ

Heimsókn frá Ralf Probst sölustjóra Intercable

Reykjafell er ávallt á tánum varðandi það nýjasta á markaðnum, þar af leiðandi erum við dugleg að fá kynningar frá okkar leiðandi birgjum. Þann 26. febrúar síðastliðinn kom Ralf Probst…

Reykjafell er ávallt á tánum varðandi það nýjasta á markaðnum, þar af leiðandi erum við dugleg að fá kynningar frá okkar leiðandi birgjum. Þann 26. febrúar síðastliðinn kom Ralf Probst sölustjóri Intercable á alþjóðasviði og hélt kynningu um háspennuverkfæri frá Intercable tools. Ralf Probst fór yfir þær lausnir sem eru í boði þegar afeinangra á háspennu- eða millispennustrengi.

Intercable er ítalskt fjölskyldufyrirtæki með aðsetur í Bruneck í Suður-Tíról á Ítalíu. Fyrirtækið hefur áralanga reynslu í framleiðslu á verkfærum fyrir lág- og miðspennu, eða allt frá 1986. Síðan þá hefur fyrirtækið stækkað og er í dag starfandi í 10 löndum og með yfir 1000 starfsmenn.

Reykjafell býður upp á vönduð verkfæri frá Intercable tools, bæði sérpöntunarvörur og vörur til á lager, sjá nánar hér.

Karfan er tóm