Fréttir og viðburðir

Reykjafell er framúrskarandi fyrirtæki 2019

Við erum stolt að greina frá því að Reykjafell er framúrskarandi fyrirtæki 2019, nú fjórða árið í röð. Við erum á meðal einungis 2% íslenskra fyrirtækja sem uppfylla ströng skilyrði…

Við erum stolt að greina frá því að Reykjafell er framúrskarandi fyrirtæki 2019, nú fjórða árið í röð. Við erum á meðal einungis 2% íslenskra fyrirtækja sem uppfylla ströng skilyrði greiningar Creditinfo á framúrskarandi fyrirtækjum 2019 og er vottunin merki um að fyrirtækið byggi rekstur sinn á sterkum stoðum.

Performance iN lighting lýsir upp stærsta flugvöll í heimi

Performance iN lighting, sem eru í hópi framúrskarandi birgja Reykjafells, lýsa upp stærsta flugvöll í heimi. Flugvöllurinn sem er staðsettur í Bejing er hannaður á einstakan hátt, þar sem sex…

Performance iN lighting, sem eru í hópi framúrskarandi birgja Reykjafells, lýsa upp stærsta flugvöll í heimi. Flugvöllurinn sem er staðsettur í Bejing er hannaður á einstakan hátt, þar sem sex armar eru tengdir saman úr sameiginlegri miðju flugvallarins. Performance iN lighting notaðist við meira en 2400 flóðljós á útisvæðum og við bílastæði og tryggir þar með hæðstu kröfur um gæði og skilvirkni.  Flugvöllurinn sem er á stærð við 97 fótboltavelli, notast við nýjustu tækni til að ná fram fullri sjálfbærni og háþróaður vélbúnaður og gervigreind eru notuð í allt frá innritun til eftirlits.

Nýr sviðsstjóri afldreifingar

Við kynnum Ólaf Helga Harðarson til leiks sem nýjan sviðsstjóra afldreifingar hjá Reykjafelli. Ólafur Helgi er 39 ára rafvirki og rafiðnfræðingur. Hann hefur víðtæka starfsreynslu og hefur unnið m.a. sem…

Við kynnum Ólaf Helga Harðarson til leiks sem nýjan sviðsstjóra afldreifingar hjá Reykjafelli.

Ólafur Helgi er 39 ára rafvirki og rafiðnfræðingur. Hann hefur víðtæka starfsreynslu og hefur unnið m.a. sem rafvirki hjá Alcoa Fjarðaál og Veitum. Ólafur Helgi er til þjónustu reiðubúinn fyrir viðskiptavini Reykjafells og við bendum sérstaklega veitufyrirtækjum að leita til Ólafs.