Fréttir og viðburðir

Heimsókn frá Ralf Probst sölustjóra Intercable

Reykjafell er ávallt á tánum varðandi það nýjasta á markaðnum, þar af leiðandi erum við dugleg að fá kynningar frá okkar leiðandi birgjum. Þann 26. febrúar síðastliðinn kom Ralf Probst…

Reykjafell er ávallt á tánum varðandi það nýjasta á markaðnum, þar af leiðandi erum við dugleg að fá kynningar frá okkar leiðandi birgjum. Þann 26. febrúar síðastliðinn kom Ralf Probst sölustjóri Intercable á alþjóðasviði og hélt kynningu um háspennuverkfæri frá Intercable tools. Ralf Probst fór yfir þær lausnir sem eru í boði þegar afeinangra á háspennu- eða millispennustrengi.

Intercable er ítalskt fjölskyldufyrirtæki með aðsetur í Bruneck í Suður-Tíról á Ítalíu. Fyrirtækið hefur áralanga reynslu í framleiðslu á verkfærum fyrir lág- og miðspennu, eða allt frá 1986. Síðan þá hefur fyrirtækið stækkað og er í dag starfandi í 10 löndum og með yfir 1000 starfsmenn.

Reykjafell býður upp á vönduð verkfæri frá Intercable tools, bæði sérpöntunarvörur og vörur til á lager, sjá nánar hér.

Easy E4 vélar frá Eaton gefnar til FB og Raftækniskólans í Hafnarfirði

Nú á dögunum gaf Reykjafelll  Eaton Easy E4 vélar til Fjölbrautarskólans í Breiðholti og til Raftækniskólans í Hafnarfirði, til stuðnings við kennslu í stýritækni. Easy E4 stýriliðarnir frá Eaton er…

Nú á dögunum gaf Reykjafelll  Eaton Easy E4 vélar til Fjölbrautarskólans í Breiðholti og til Raftækniskólans í Hafnarfirði, til stuðnings við kennslu í stýritækni.

Easy E4 stýriliðarnir frá Eaton er næsta kynslóð af vinsælu EASY 500,700 og 800 stýriliðunum. Vélin er ethernet tengd og er mun öflugri og með fleiri virkni aðgerðir en fyrri útgáfur.  Easy E4 vélin er með fjögur mismunandi forritunartungumál og hægt er að tengja allt að 11 viðbótareiningar við grunneiningu. Með viðbótareiningum er því hægt að fjölga inn- og útgöngum upp í 188.

Við vonum að gjafirnar hafi komið að góðum notum.

Nánari upplýsingar um Easy E4 vélina er hægt að nálgast hér.

Nýtt upplýsingarit frá Eaton

Eaton gaf á dögunum út nýtt fræðirit „Consulting Application Guide“, samkvæmt IEC stöðlum. Ritið er uppfullt af gagnlegum fróðleik og er sett upp til að aðstoða hönnuði, verkfræðinga og rafvirkja…

Eaton gaf á dögunum út nýtt fræðirit „Consulting Application Guide“, samkvæmt IEC stöðlum. Ritið er uppfullt af gagnlegum fróðleik og er sett upp til að aðstoða hönnuði, verkfræðinga og rafvirkja í skipulagi og vali á búnaði.

Eaton er alþjóðlegt fyrirtæki með yfir 100 ára reynslu. Fyrirtækið var stofnað árið 1911 og er með u.þ.b. 99.000 starfsmenn. Margir kannast við vörumerkið Moeller en árið 2008 keypti Eaton fyrirtækið og er Moeller því orðið hluti af Eaton heildinni.

Eaton er í hópi framúrskarandi birgja Reykjafells.

Upplýsingaritið í heild sinni er hægt að nálgast hér