Fréttir og viðburðir

1000 rafvirkjar!

Á dögunum útskrifaði Fjölbrautaskólinn í Breiðholti þúsundasta rafvirkjann frá rafiðnardeild skólans – https://www.fb.is/fb-utskrifar-153-nemendur/ Af því tilefni afhenti Arnar Þór Hafþórsson, sölu-og markaðsstjóri Reykjafells, Heimi Jóni Guðjónssyni, kennara í rafiðnardeild skólans,…

Á dögunum útskrifaði Fjölbrautaskólinn í Breiðholti þúsundasta rafvirkjann frá rafiðnardeild skólans – https://www.fb.is/fb-utskrifar-153-nemendur/

Af því tilefni afhenti Arnar Þór Hafþórsson, sölu-og markaðsstjóri Reykjafells, Heimi Jóni Guðjónssyni, kennara í rafiðnardeild skólans, inneign hjá Reykjafelli að upphæð 100.000 krónur til kaupa á þeim búnaði og efni sem deildinni vantar.

 Til hamingju FB og njótið vel!😊

Elli mun sigra!

Ef að Hatari endar í topp 5 á laugardaginn þá fá allir sem versla í vefverslun Reykjafells, í dag og á morgun (16. og 17. maí), skemmtilegan glaðning 🙂 Hvernig…

Ef að Hatari endar í topp 5 á laugardaginn þá fá allir sem versla í vefverslun Reykjafells, í dag og á morgun (16. og 17. maí), skemmtilegan glaðning 🙂
Hvernig sem fer, þá mun Elli alltaf sigra 😉

Nýr framkvæmdastjóri Reykjafells

1. maí sl. tók Þórður Illugi Bjarnason við stöðu framkvæmdastjóra Reykjafells. Þórður er fæddur árið 1980 og hefur starfað hjá Reykjafelli síðan 2003. Þórður er viðskiptafræðingur með MCF gráðu í…

1. maí sl. tók Þórður Illugi Bjarnason við stöðu framkvæmdastjóra Reykjafells.

Þórður er fæddur árið 1980 og hefur starfað hjá Reykjafelli síðan 2003. Þórður er viðskiptafræðingur með MCF gráðu í fjármálum fyrirtækja frá Háskólanum í Reykjavík.

Þórður hefur unnið á flestum stigum innan Reykjafells. Fyrst í vörumóttöku og síðan lengi vel sem lagerstjóri. Samhliða námi starfaði Þórður síðar í markaðsmálum og síðan sem innkaupa- og fjármálastjóri frá 2017.