Fréttir og viðburðir

Framúrskarandi fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri

Við erum stolt að greina frá því að Reykjafell er framúrskarandi fyrirtæki árið 2020, nú fjórða árið í röð. Við erum á meðal 2% íslenskra fyrirtækja sem uppfylla ströng skilyrði…

Við erum stolt að greina frá því að Reykjafell er framúrskarandi fyrirtæki árið 2020, nú fjórða árið í röð. Við erum á meðal 2% íslenskra fyrirtækja sem uppfylla ströng skilyrði Creditinfo til að fá þessa eftirsóttu viðurkenningu. Einnig fékk Reykjafell viðurkenningu Viðskiptablaðsins og Keldunnar, fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri, annað árið í röð og fá aðeins 2,7% íslenskra fyrirtækja þá viðurkenningu. Báðar þessar viðurkenningar eru merki um að fyrirtæki byggi rekstur sinn á sterkum stoðum. Við þökkum viðskiptavinum og okkar frábæra starfsfólki þennan árangur. Takk!

Vistvænar áherslur í vöruframboði

Reykjafell leggur áherslu á að geta boðið vistvænar vörur sem leyfilegt er að nota í umhverfisvottuð hús. Í því sambandi er litið til tveggja vottunarkerfa, norræna umhverfismerkisins Svansins og Breeam…

Reykjafell leggur áherslu á að geta boðið vistvænar vörur sem leyfilegt er að nota í umhverfisvottuð hús. Í því sambandi er litið til tveggja vottunarkerfa, norræna umhverfismerkisins Svansins og Breeam vottunarkerfisins fyrir byggingar.

Uppbygging vottunarkerfanna er mismunandi. Til að bygging fái Svansvottun þarf allt efni og vörur, þar með talið rafmagnsvörur, að uppfylla ákveðnar lágmarkskröfur. Að auki þarf að ná 17 stigum af 42 í stigaviðmiðunum. Stig fást meðal annars ef vörur uppfylla ítarlegri kröfur en lágmarkskröfurnar. Hjá Svaninum fæst hús annað hvort vottað eða ekki.

Sjá allt um Vistvænar vörur

BKT Tölvulagnir í nýjar höfuðstöðvar CCP

Nýverið fékk Rafholt vottun á vinnu sína við uppsetningu á Cat 6A tölvulagnakerfi í nýjum höfuðstöðvum CCP í Vatnsmýri. Framleiðandinn BKT Elektroniks vottaði verkið og veitti 25 ára framleiðsluábyrgð. Verkið…

Nýverið fékk Rafholt vottun á vinnu sína við uppsetningu á Cat 6A tölvulagnakerfi í nýjum höfuðstöðvum CCP í Vatnsmýri. Framleiðandinn BKT Elektroniks vottaði verkið og veitti 25 ára framleiðsluábyrgð.
Verkið var nokkuð umfangsmikið eða um 3.000 tengiendar tengdir og rúmlega 80km adregnir í bygginguna.
Óskum öllum sem komu að verkinu til lukku!

Karfan er tóm